25.02.2025 13:00
Netfundur 13.02.25
13. febrúar 2025
Netfundur stjórnar Smalahundafélags Íslands
Fundur settur kl 21. Á fundinum eru Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Björn Viggó Björnsson og Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir.
Rætt um námskeiðin sem verða haldin í febrúar með Oscar Murguia. Ánægjulegt að tókst að fylla bæði námskeiðin. Björn og Ingveldur munu sjá um að renna í gegnum geldféð sem þarf að sækja á miðvikudeginum og skipta síðan á milli sín að vera aðstoðarmenn á námskeiðunum.
Finna þarf dómara fyrir landskeppni 2025 og verður farið í það á næstu dögum.
Fyrirhuguð ferð félagsins er á frumstigi. Rætt lítillega um hentugar tímasetningar og hvert væri áhugavert að fara.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.40.