28.08.2024 15:54

Aðalfundur Sfí 23.08.2024

 Fellsbúð 23.08.2024

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands að Fellsbúð 23. ágúst 2024

 

Gjaldkeri Smalahundafélags Íslands, Jens Þór, setti fundinn sem haldin var í réttarskúr Undirfellsréttar, Fellsbúð í Vatnsdal kl: 19:15.

Arnþór Jónsson var kjörinn fundarstjóri og ritari Ingveldur Ása Konráðsdóttir.

 

Dagskrá:

1.      Skýrsla stjórnar.

2.      Gjaldkeri fór yfir ársreikning.

a.      Arnþór spurði út kostnað við námskeið.

b.     Sverrir spurði út í þjónustukostnað banka, hann er mjög hár og ábending til stjórnar að skoða hvort hægt sé að lækka þennan kostnað. Stjórn þakkar ábendinguna og mun skoða málið.

c.      Rætt um vaxtakostnað.

d.     Ingibjörg spurði út í hvað sé inn í kostnaði frá LBHÍ. Inní því er Snati, þjónusta frá LBHÍ, vinna við að laga Snata o.fl.

e.     Sverrir bendir á að hægt sé að óska eftir einhverjum félagsmanni til að gera ársreikninginn. Stjórn þakkar ábendinguna.

Reikningar bornir undir fundinn og voru þeir samþykktir samhljóða.

3.       Kosningar:

  1. Kosning í stjórn. Jens Þór Sigurðarson er að hætta í stjórn. Björn Viggó Björnsson gefur kost á sér. Samþykkt með lófataki. Við þökkum Jens fyrir vel unnin störf.

  2. Kosning varamanns: Núverandi varamenn eru Bjarki Benediktsson frá Breiðavaði og Agnar Ólafsson frá Tjörn. Fundurinn samþykkti samhljóða að kjósa þá áfram sem varamenn.

  3. Kosning skoðunarmanna reikninga: Ingibjörg Sigurðardóttir og Erla Jónsdóttir. Samþykkt samhljóða.

  4. Kosning á umsjónamanni ættbókarforritsins Snata: Arnþór Jónsson og Elísabet Gunnarsdóttir gáfu bæði kost á sér áfram. Samþykkt samhljóða.

4.       Önnur mál:      

a.     Merki félagsins. Verkefni sem hefur verið nokkur ár í umræðunni. Nú eru komnar tvær tillögur að merki sem unnið var með frá síðasta aðalfundi þar sem samþykkt var að nota Tígul frá Eyrarlandi sem fyrirmynd og hafa útlínur Íslands sjáanlegar. Tillögurnar bornar undir félagsmenn og tillaga nr. 2 samþykkt með fyrirvara um að fótunum á Tígli sé breytt eftir athugasemd frá Lísu. Stjórn Sfí falið að klára merkið með þeim athugasemdum sem fram komu. Athugsemd að blái liturinn sé eins og liturinn í fánalitunum. Samþykkt.

b.    Reiðhallastyrkurinn. Jens fór yfir styrkinn og borið undir félagsmenn hvort vilji sé til að halda áfram með hann í sömu mynd og verið hefur. Samþykkt.

c.     Arnþór og Trausti með hugmynd að félagsmenn séu meira sýnilegri um landið til að auglýsa gagnsemi smalahunda og félagið.

d.    Lísa spyr út í deildir félagsins, hvernig sé hægt að styrkja þær. Félagsmenn veltu upp ýmsum hugmyndum.

e.    Stjórn SFÍ leggur til að styrkur til deilda félagsins vegna kostnaðar tengdum Landskeppni verði hækkaður úr 100.000 kr. í 200.000 kr. Samþykkt með meiri hluta atkvæða.

f.      Óskað eftir að stjórn félagsins komi með tillögu að almennu skipulagi milli félagsins og deilda félagsins.

g.    Tillaga frá Stjórn SFÍ að styrkja deildir félagsins til að halda námskeið. SFÍ vill með þessum styrk hvetja deildir félagsins að halda námskeið. Styrkurinn verði fyrir innlendan kennara 40.000kr og fyrir erlendan kennara 70.000kr. Hver deild getur sótt um styrk fyrir námskeið 1x á ári. Endurskoða að ári. Samþykkt.

h.    Stjórn SFÍ leggur til að styrkur til þeirra sem fara með hundinn sinn í ROM vinnupróf hjá ISDS fái styrkupphæð sem nemur 50% af heildarupphæðinni. Skilyrði að skrá hundinn í Snata. Í ár kostar prófið 500 pund sem eru rúm 90.000kr. Endurskoða árlega. Ef ekki er fjallað um þetta á næsta aðalfundi þá er styrkurinn sá sami. Samþykkt.

i.      Aðild að CSS – Continental Sheepdog Society. Lísa fór yfir stöðu mála. Borið undir fundinn að Lísa haldi áfram vinnunni, greini frekari kostnað og komi til stjórnar. Ásamt því að skoða Nordic sheepdog championship. Samþykkt.

j.      Landskeppni 2025. Austurlandsdeild hefur tekið að sér að halda Landskeppnina dagana 22.-24. ágúst 2025. Verður keppnin haldin á Ásunnarstöðum í Breiðdal hjá Rune Brumoen.

k.     Hlýðninámskeið fyrir smalahunda og grunnþjálfun þeirra. Stjórn SFÍ hefur fundað með Áshildi endurmenntunarstjóra Landbúnaðarháskólans um samstarf um að halda slík námskeið. Hún tók vel í samstarf við SFÍ og hefur verið leitað til Elísabetar Gunnarsdóttir um að vera umsjónarmaður um þetta verkefni fyrir hönd SFÍ og þróa áfram samstarfið. Á sama fundi var einnig rætt um að fá erlendan þjálfara til landsins og er stefnan tekin á tvö tveggja daga námskeið í mars. Ekki er komið í ljós hver verður kennari á þeim námskeiðum.

l.      Kennaranám í Noregi. Hugmynd sem varð til í vetur þegar Jo Agnar kom til landsins að halda námskeið. Norðmenn, NSG (Norsk sau og geit) tilbúnir að aðstoða SFÍ að mennta íslenskt fólk innan félagsins til að halda námskeið. Námið er þegar til í Noregi en þarf að yfirfæra námsefni yfir á ensku fyrir okkur. Tilgangurinn væri að mennta okkar eigið fólk og geta þá sótt með auðveldari hætti kennara innan landsteinana. Nokkrar kröfur eru gerðar til þeirra félagsmanna sem hugsa sér að sækja um að komast í námið og koma þær að stærstum hluta frá Noregi en einnig frá SFÍ. Uppsetning námsins verður með þeim hætti að námið stendur yfir í 10 daga samfleytt, líklega um mánaðarmótin nóv/des í Noregi. Um tilraunaverkefni er að ræða og því ekki víst hvort framhald verði á þessu námi en það verður tíminn að leiða í ljós. Að hámarki geta 7 aðilar sótt um námið frá Íslandi. Kostnaður við námið eru u.þ.b 60.000kr og síðan er það flug, gisting og uppihald og er því nokkuð óráðið hver sá kostnaður gæti orðið en kannski á milli 250.000kr - 350.000kr.

m.  Kröfur til námsins bornar undir atkvæði. Samþykkt með meiri hluta atkvæða.

n.   Stjórn SFÍ hefur gerir að tillögu sinni að félagið greiði styrk að upphæð 100.000 kr. fyrir hvern þann sem fer í námið. Samþykkt með meiri hluta atkvæða.

o.   Lísa fór yfir mikilvægi Snata.

p.   Rune opnar umræðu á ISDS skráða hunda hvort félagið ætti að breyta reglum á Landskeppni. Umræður milli félagsmanna. Stjórn falið að skoða málið með ISDS.

q.   Trausti gerir að tillögu sinni að stjórn SFÍ ræði við stjórn HRFÍ varðandi skráningar. Samþykkt.

r.    Lesið upp bréf frá Höllu í Dalsmynni, fjölskyldan vill gefa félaginu bikar sem afhenda á því nýliðapari sem stendur sig best á landskeppni. Vill félagið þakka fjölskyldunni í Dalsmynni kærlega fyrir gjöfina.

 

Fundarstjóri sleit fundi kl. 22:28

 

Fundinn sátu:

Arnþór Jónsson

Halldór Jónsson

Björn Björnsson

Maríus Halldórsson

Herdís Erlendsdóttir

Marsibil Erlendsdóttir

Sverrir Möller

Ingvi Guðmundsson

Elísabet Gunnarsdóttir

Rune Brumoen

Trausti Óskarsson

Ingibjörg Sigurðardóttir

Bjarki Benediktsson

Jens Þór Sigurðarson

Ingveldur Ása Konráðsdóttir

 

Gestur George Bonsall dómari landskeppninar.

Flettingar í dag: 509
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 1867
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 268634
Samtals gestir: 38566
Tölur uppfærðar: 19.9.2024 04:08:54