19.08.2024 21:41

Kröfur til náms SFI og NSG

Sæl öll

Á aðalfundi á föstudaginn 23. ágúst 2024 verða þessi drög að kröfum til kennaranáms í Noregi lagðar fyrir. Einnig eru reglur sem SFI þarf að setja sér. Endilega kynnið ykkur þetta.



Smalahundafélag Íslands                                                                                                 8 -2024

 

Verkefni: Senda félaga úr Smalahundafélagi Íslands (SFÍ) í kennaranám í samstarfi við The Norwegian Association of Sheep and Goat Farmers (NSG). 

 

Fyrirhugað að hefja ferlið haustið 2024.

 

Grunnatriði sem félagar Smalahundafélags Íslands þurfa að uppfylla til þess að geta farið í kennaranám í Noregi.

  1. Nemandi þarf að vera fullgildur meðlimur í Smalahundafélagi Íslands. Bæði skráður félagi og með sína BC vinnuhunda skráða í félagið (Snata). Ekki er þó gerð athugasemd við að félagsmenn séu með hundana skráða hjá öðrum félögum líka.

  2. Nemandi þarf að sýna sanngirni í þjálfun og kennslu, gagnvart fólki, hundum og kindunum og passa upp á velferð þeirra.

  3. Í náminu þarf nemandi að sýna vilja til að miðla sinni kunnáttu og vera tilbúinn til að kenna öðrum. 

  4. Nemandi sé með mikla reynslu af tamningu smalahunda. 

  5. Nemandi þarf að hafa þjálfað sinn eigin hund og hafa náð með honum 50 stigum í A - flokki í keppni á vegum SFÍ og undir deildum á síðustu 5 árum. 

  6. Enskukunnátta þarf að vera góð.

  7. Kennari námsins mun meta nemendur og ef hann metur að nemandi sé ekki að ná þeirri hæfni sem þarf til að vera kennari mun nemandinn ekki ljúka námi.

  8. Þeir nemendur sem klára námið ber skylda til að sækja endurmenntunarnámskeið annað hvert ár sem að SFÍ stendur fyrir.

  9. Þeir sem öðlast kennararéttindi borga alltaf 10% af innkomu hvers námskeið sem þeir halda til SFÍ.

     

Reglur Smalahundafélag Íslands um kennara sem sótt hafa menntun sína til Noregs á vegum félagsins.

  1. Ef kennari verður uppvís að ósæmilegri hegðun gagnvart nemendum sínum, hundum eða kindum fær hann áminningu frá SFÍ og getur verið sviptur réttindum sínum ef brotin verða ítrekuð.

  2. Kennurum ber skylda til að sækja endurmenntunarnámskeið annað hvert ár sem SFÍ stendur fyrir, þeim að kostnaðarlausu.

  3. Kennarar borga alltaf 10% af innkomu hvers námskeið sem þeir halda til SFÍ.

  4. SFÍ hvetur deildir félagsins til að nýta mannauðinn og fá kennara innan félagsins til að halda námskeið.

Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23