04.08.2024 14:02
Landskeppni SFÍ 2024
Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2024
Landskeppni SFÍ verður haldin að Ási í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu helgina 24.-25. Ágúst.
Keppt verður í flokki Unghunda, A-flokki og B-flokki.
Úr keppnisreglum SFÍ fyrir landskeppni:
A-flokkur er aðeins fyrir hunda sem eru skráðir hjá SFÍ. Allir hundar með skráningu hjá SFÍ geta keppt í A-flokki óháð aldri.
Unghundaflokkur er aðeins fyrir hunda sem eru skráðir hjá SFÍ. Þar keppa hundar yngri en 3ja ára miðað við fæðingardag.
B-flokkur er opinn öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vellinum og gildir þar einu hvort um er að ræða hund eða smala. Hundar sem hafa náð 60 stigum í einu rennsli geta ekki keppt aftur í B-flokki.
Aðeins félagar í SFÍ geta keppt á landskeppni SFÍ.
Skráning í keppni á tibra90@hotmail.com, á messenger eða í síma 847-3831 Tíbrá
Minnum á aðalfund SFÍ sem haldinn verður kl.19 föstudagskvöldið 23. ágúst í Fellsbúð í Vatnsdal (við Undirfellsrétt)
![]() |