22.08.2023 14:29

Heimsmeistaramót 2023

Heimsmeistaramót 2023

Heimsmeistaramót International Sheep Dog Society verður að þessu sinni haldið á Norður-Írlandi dagana 13.-16. september. Á heimsmeistaramótinu taka þátt um 240 keppendur frá yfir 30 löndum en það hefur verið haldið þriðja hvert ár frá 2002, utan 2020 vegna Covid faraldurs.

Búist er við að allt að 50 þúsund manns muni mæta til að fylgjast með mótinu en auk þess verður sýnt beint frá keppninni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Þeir sem skipa lið Smalahundafélags Íslands á þessu ári eru Maríus Snær Halldórsson með Rosa og Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley. Þetta er í annað sinn sem að Elísabet fara út fyrir Íslands hönd en síðast fór hún 2017 og var það í fyrsta sinn sem Ísland tók þátt á heimsmeistaramóti. Þau hafa því nokkra reynslu í farteskinu og vonum við að það skili þeim góðum árangri á erlendri grund.

Hvetjum við félagsmenn okkar til að fylgjast með og styðja okkar fólk, hvort sem er á Norður-Írlandi eða í gegnum beint streymi.

Streymið er á eftirfarandi link: https://page.inplayer.com/isdslive/item.html?id=3605345

 

Heimasíðan fyrir keppnina: https://www.worldsheepdogtrials.org/

 

 
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 92
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 306425
Samtals gestir: 43098
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 15:37:21