17.10.2022 20:24

Hugmynd fyrir aðalfund 2022

14.10.2022

 

 

Efni:   Styrkur Smalahundafélags Íslands til deilda félagsins vegna æfinga innan hús á haust mánuðum 2022 og vor mánuðum 2023.

 

Hver deild getur sótt um styrk  vegna leigu á reiðhöllum eða sambærilegu húsnæði ætlað til tamninga fjárhunda opið félagsmönnum Smalahundafélags Íslands veturinn 2022 - 2023.  Ef upp kemur sú staða að félagsmenn vilja nýta styrkinn á fleiri en einum stað i hverjum landshluta, þá er það hlutverk formanns deildanna að dreifa styrknum innan svæðisins og tryggja jafnræði félagsmanna óháð staðsetningu. 

 

Áætlaður styrkur er allt að 15.000 kr fyrir hverja æfingu og getur hver deild sótt um styrki sem nemur 8 æfingum, það er heildarupphæð allt að 120.000 kr.

 

Heildar kostnaður fyrir félagið nemur allt að 840.000 kr, tengt verkefninu (ef allar deildir sækja um 8 daga).

 

Framkvæmd:  Á heimasíðu félagsins verður umsóknar skjal þar sem fram koma allar almennar upplýsingar staður, dagsetning og ábyrgðarmaður.

 

Í framhaldinu mun stjórn félagsins rýna árangur verkefnisins og koma með tillögur fyrir næsta aðalfund.

 

    

 

 

Jens Þór Sigurðarson

Stjórnarmaður í Smalahundafélagi Íslands.

 

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47