01.09.2021 11:05

Landsmót SFÍ Ytra Lóni 28.-29. ágúst 2021

Smalahundafélag Íslands og Austurlandsdeildin þakkar öllum sem að keppninni komu fyrir gott mót. Margir lögðu hönd á plóg eins og þarf að vera ef svona viðburðir eiga að geta átt sér stað. Sérstakar þakkir fær Sverrir Möller og fjölskylda. Frábærlega vel að öllu staðið hvort sem það var á keppnisvellinum eða kaffistofunni. Kindurnar voru heilt yfir bæði einsleitar og þjálar, og völlurinn skemmtilegur á sama tíma og hann reyndi á menn og hunda. Ekkert landsmót var í fyrra sökum covid og því kærkomið fyrir félagsmenn SFÍ að geta komið saman í ár við þetta tækifæri.

Dómari var Jonleif Jörgensen frá Færeyjum og dæmdi hann af þekkingu, sanngirni og röggsemi. Núll stig voru talsvert áberandi í keppninni í ár eins og sést á stigaskorinu. Jonleif var samkvæmur sjálfum sér þar og gaf enga sénsa. Hann bauð aftur á móti uppá að þeir sem gerðu ógilt fengu að klára tímann sinn í braut ef þeir vildu, til að fá amk reynsluna þó engin fengju þeir stigin. Jonleif sagði frá því að í Færeyjum væru um 6 keppnir á ári og yfirleitt á milli 20 og 30 keppendur í hvert sinn. Gaman væri að okkur tækist með tímanum að komast á svipaðan stað með fjölda móta og vinir okkar Færeyingar. Mótin hvetja menn til dáða og svo er félagskapurinn auðvitað óviðjafnanlegur!

SFÍ bauð upp á þá skemmtilegu nýung að streyma "life" frá mótinu á facebook síðu félagsins og vakti það mikla lukku. Þar geta félagsmenn enn séð öll rennslin fyrir utan nokkur rennsli seinnipartinn á laugardag sem urðu tækniörðugleikum að bráð. 

Alls fóru 21 hundur í braut. Hver hundur fékk eitt rennsli hvorn dag og samanlagður fjöldi stiga báða dagana gilti til úrslita. Úrslit voru eftirfarandi:

UNGHUNDAR (100 stiga braut):

dagur 1

dagur 2

Samtals

1

Agnar Ólafsson og Dúfa frá Miðfjarðarnesi, SFÍ 2019-2-0110

58

64

122

2

Ingvi Guðmundsson og Bassi frá Hríshóli, SFÍ 2019-1-0008 /ISDS 377564

69

52

121

3

Elísabet Gunnarsdóttir og Ása frá Ketilsstöðum, SFÍ 2018-2-0044 /ISDS 362805

68

Ógilt=0

68

4

Jón Axel og Prins frá Geitabergi í Svínadal, SFÍ 2018-1-0077

Ógilt=0

46

46

5

Sverrir Möller og Grímur frá Ketilsstöðum, SFÍ 2020-1-0039 /ISDS 372680

Ógilt=0

44

44

 

B-FLOKKUR (100 stiga braut):

dagur 1

dagur 2

Samtals

1

Edze Jan de Haan og Seimur frá Dalatanga, SFÍ 2017-1-0052

64

45

109

2

Björn Jóhann Steinarsson og Skriða frá Skriðu, SFÍ 2017-2-0094

45

58

103

3

Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Skotta frá Dalatanga, SFÍ 2017-1-0054

55

Ógilt=0

55

4

Sigurður J Hermannsson og Táta frá Skriðu, SFÍ 2017-2-0095

Ógilt=0

Ógilt=0

0

 

A-FLOKKUR (110 stiga braut):

dagur 1

dagur 2

Samtals

1

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Burndale Biff frá UK, SFÍ 2016-1-0072 / ISDS 344058

80

82

162

2

Sverrir Möller og Gutti frá Hafnarfirði, SFÍ 2012-1-0070

73

63

136

3

Agnar Ólafsson og Birna frá Tjörn 1, SFÍ 2015-2-0088 / ISDS 342196

55

79

134

4

Maríus Snær Halldórsson og Rosi frá Ketilsstöðum, SFÍ 2018-1-0048 /ISDS 362803

62

67

129

5

Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum, SFÍ 2015-1-0055

50

76

126

6

Jens Þór Sigurðsson og Groesfaen Nap frá UK, SFÍ 2014-1-0099 / ISDS 335224

66

58

124

7

Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum 2, SFÍ 2013-2-0012 / ISDS 340286

Ógilt=0

97

97

8

Elísabet Gunnarsdóttir og Ripley frá Írlandi, SFÍ 2017-2-0080 / ISDS 354573

Ógilt=0

92

92

9

Maríus Snær Halldórsson og Fríða frá Hallgilsstöðum 1, SFÍ 2018-2-0070 / ISDS

Ógilt=0

71

71

10

Krzystof Krawczyk og Oreó frá Hallgilsstöðum 1, SFÍ 2016-2-0073

Ógilt=0

55

55

11

Agnar Ólafsson og Kópur frá Húsatóftum 2, SFÍ 2016-1-0049 /ISDS 347203

37

Ógilt=0

37

12

Krzystof Krawczyk og Loki frá Hallgilsstöðum 1, SFÍ 2017-1-0071

Ógilt=0

Ógilt=0

0


Gaman er að segja frá því að samhliða Landsmótinu fóru fram video vinnupróf ISDS. Fimm verðugir hundar fóru í það próf og stóðu sig með prýði. Að því gefnu að þeir standist skoðun gerir það þeim kleift að skrá hundana í ættbók International Sheepdog Society (ISDS) sem SFÍ á aðild að. Hundum með ISDS skráningu fjölgar jafnt og þétt eins og sést á úrslitunum hér að ofan. Innan banda SFÍ hafa lengi verið til góðir og vel ræktaðir hundar en með ISDS aðild og skráningu standa okkar félagar og okkar hundar jafnfætis smölum og hundum í félagsskap sambærilegum SFÍ um allan heim.

Félagsmenn SFÍ með hunda skráða hjá SFÍ geta sótt um aðild að ISDS og vinnupróf allan ársins hring. Áhugasamir eruð beðnir um að hafa samband við undirritaða sem mun þá aðstoða við að koma því í kring.

Aðalfundur SFÍ var haldinn á föstudagskvöldið 27. ágúst. Þar voru mættir 14 félagsmenn. Ýmis mál rædd og farið yfir ársreikninga síðustu tveggja ára. Fundargerð og ársreikninga má nálgast hér á heimasíðunni undir "fundargerðir"

Með góðum kveðjum,

Elísabet Gunnarsdóttir fh. Austurlandsdeildarinnar og Smalahundafélags Íslands


Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47