26.10.2015 00:41

Smá viðbót við vinnupróf ISDS/SFI

Framhald frá síðustu frétt...

Það skal tekið fram að allir félagar SFÍ eru velkomnir ef þeir hafa áhuga á að koma og sjá hvernig vinnuprófin ganga fyrir sig. Einnig eru allir félagsmenn velkomnir á ISDS kynninguna sem verður fljótlega eftir að prófunum lýkur. Áætlað er að prófunum ljúki á milli fjögur og fimm.

Stefnt er að sameiginlegum kvöldverði í lok dags og eru félagsmenn beðnir um að láta Elínu (s.868 3006) vita hvort þeir ætla að mæta í hann í síðasta lagi þann 5. nóv sem er fimmtudagur.

Það styttist óðum í prófin og þeir félagar sem ætla að mæta með hunda í vinnuprófin eru beðnir um að fylgjast vel með pósthólfinu sínu fram að prófum.

Með kveðju frá stjórn SFÍ


Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10