07.09.2015 22:32
Landsmót SFÍ 2015
Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið í Einholti á Mýrum síðustu helgina í ágúst. Austurlandsdeildin sá um mótið að þessu sinni en hitann og þungann af mótinu bar Agnar Ólafsson frá Tjörn og hans nánustu. Þar var ekki í kot vísað. Brautin var góð, afgirt en rúmgóð og gott að sjá á brautarenda. Að auki var hún fallega innrömmuð með Vatnajökul í baksýn. Það eru örugglega ekki margar keppnisbrautir sem hafa stærsta jökul Evrópu í göngufæri.
Mynd af verðlaunahöfum í A-flokki. Vantar að vísu aðalmennina - hundana :) Myndina tók Jón Geir Ólafsson. Feiri myndir í boði Jóns Geirs: http://smalahundur.123.is/photoalbums/274526/
Til þáttöku voru skráðir 17 hundar. Þar af 8 í A flokk, 3 í B flokk og 6 í unghundflokk. Allir hundar fengu tvö rennsli og keppt var að 100 stigum hvorn dag.
Unghundar - úrslit.
1. Frigg frá Kýrholti F. Karven Taff M. Loppa frá Dýrfinnustöðum.
Stig 73 + 67 = 140. Smali Aðalsteinn Aðalsteinson.
2. Skutla frá Skálholti F. Karven Taff M. Týra frá Innri Múla.
Stig 60 + 47 = 107. Smali Marzibil Erlendsdóttir.
3. Doppa frá Húsatóftum. F Brúsi frá Brautartungu M.Kría frá Daðast.
Stig 74 + 30 = 104 Smali Aðalsteinn Aðalsteinsson.
B flokkur - Úrslit
1. Kátur frá Eyrarlandi F. Mac Eyrarlandi. M. Lýsa frá Hafnarfirði
stig 77 + 74 =151 Smali Agnar Ólafsson.
2.Astra Polar Eyvindarmúla innfl. ISDS 00316260
stig 63 +33 = 96 Smali Kristinn Hákonarson.
3. Gutti frá Hafnarfirði F. Karven Taff M. Ólína frá Hafnarfirði
stig 39 - hætti keppni. Smali Sverrir Möller.
A fl. Opinn flokkur - Úrslit.
1. Kría frá Daðastöðum F.Dan frá Skotlandi. M. Soffía frá Daðastöðum
stig.72 +85 =157 smali Aðalsteinn Aðalsteinsson.
2 Korka frá Miðhrauni. F.Tinni frá Staðarhúsum M. Táta frá Brautartungu
stig 75 +61 = 136. smali Svanur Guðmundsson.
3. Smali frá Miðhrauni F. Tinni. M Táta
stig 70 + 63. Smali Svanur Guðmundsson.
Til hamingju smalar og hundar. Endilega látið vita ef hér er e-ð sem þarf að leiðrétta.