22.09.2014 10:02

Mosse Magnusson dæmir á Landskeppni SFÍ

Samið hefur verið við Mosse Magnusson um að sinna dómgæslu á Landskeppni SFÍ 2014. Mosse er sænskur og hefur 7 sinnum unnið Landskeppnina þar. Fyrir nokkrum árum flutti hann ásamt Lottu konu sinni til Skotlands og þar reka þau sauðfjárbú ásamt því að rækta og temja Border collie smalahunda. Mosse hefur verið í Skoska landsliðinu síðustu 4 ár og í ár var hann í 14 sæti á heimsmeistaramótinu sem var haldið í lok ágúst í Skotlandi. Stefnt er að því að á föstudeginum fyrir keppni verði Mosse með námskeið í dómgæslu.

Eins og áður hefur komið fram er Landskeppnin fyrirhuguð í Skagafirði/Húnavatnssýslum fyrstu helgina í nóvember og aðalfundur félagsins á föstudagskvöldinu fyrir keppnina.

Heimasíða Mosse og Lottu http://mosse.se/

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47