07.04.2014 13:43

Aðalfundi frestað


Ágæti félagi í Smalahundafélagi Íslands (SFÍ)

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi félagsins sem var fyrirhugaður 12. apríl næstkomandi (boðaður í síðasta fréttabréfi) og halda hann samhliða næstu Landskeppni SFÍ.

Er þetta gert til þess að freista þess að fá betri mætingu á aðalfundinn og gefa deildum félagsins rýmri tíma til að kynna sér og fjalla um mögulega aðild SFÍ að International Sheep Dog Society.

Deildirnar eru um leið hvattar til að funda um aðildarumsóknina og skapa umræðuvettvang fyrir sína félagsmenn í þeirra nærumhverfi. Stjórn Smalahundafélags Íslands aflar og veitir fúslega frekari upplýsingar.

Með góðum kveðjum, Jón Geir (jongeirolafsson@gmail.com), Lísa (elisabetg@ru.is) og Sverrir (ytralon@simnet.is)

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375707
Samtals gestir: 49913
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:40:26