31.08.2012 20:30
Aðalfundur 2012
AÐALFUNDUR SMALAHUNDAFÉLAGS ÍSLANDS 2012.
Aðalfundur Smalahundafélags Íslands var haldinn á Snorrastöðum á Snæfellsnesi föstudaginn 31.ágúst 2012.
Fyrrverandi formaður Hilmar Sturluson setti fundinn í fjarveru stjórnar.
1. Svanur Guðmundsson skipaður fundarstjóri, Gísli Þórðarson fundarritari.
2. Skýrsla stjórnar.
Hilmar flutti skýrslu stjórnar. Engir formlegir stjórnarfundir haldnir á árinu. Formaður stofnaði deild með Hörgdælingum. Mikil vinna fór í ættarforritið Snata sem var opnað í lok sumars í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Námskeiðsmál glæddust á árinu. Samstarf hafið við LBHÍ um ritun kennslubókar um fjárhundatamningar.
3. Skýrsla deildarformanna.
Reynt er að halda námskeið, sýningar og keppnir á árinu.
4. Reikningar.
Tekjur 911.500,- Gjöld 400.404,-
Hagnaður 515.099,- Skuldir og eigið fé 1.536.239,-
Reikningar samþykktir samhljóða.
5. Inntaka nýrra félaga.
Björn Viggó Björnsson Rauðanesi 311 Borgarnes. Kt. 031088-2839
Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 880 Kirkjubæjarklaustur
Arnfríður Sædís Jóhannesardóttir Herjólfssöðum 880 Kirkjubæjarklaustur.
Halldór Sigurkarlsson Hrossholti 311 Eyja og Miklaholtshreppi.
Samþykkt samhljóða.
5. Kosningar.
Kosið um Marsibil Erlendsdóttur sem átti að ganga úr stjórn. Elísabet Gunnarsdóttir kjörin. Marsibil baðst undan endurkjöri. Þakkað fyrir frábær störf í þágu félagsins.
Skoðunarmenn reikninga kosnir Lárus Sigurðsson Gilsá og Þorvarður Ingimarsson Eyrarlandi.
6. Önnur mál.
Hilmar kynnti ættfræðiforritið Snata. Tíkareigandi sér um að skrá hvolpa inn í forritið en hundeigandi samþykkir skráningu.
Tillaga formanna að hækka ársgjöld úr 2000 upp í 3500,- kr samþykkt samhljóða.
Lógó fyrir Smalahundafélagið.
Aðalsteinn Aðalsteinsson Húsatóftum tók að sér að athuga málið fyrir næsta aðalfund.
Smalahundafeild Árnesinga býðst til að halda Landskeppni árið 2013.
Fundurinn lýsti yfir ánægju með vel heppnað námskeið í Mýrdal sem var haldið dagana 30. Og 31. Ágúst 2012 á vegum smalahundadeildar Snæfells- og Hnappadalssýslu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Gísli Þórðarsson fundarritari.
Svanur Guðmundsson.
Mætt voru:
Björn Viggó Björnsson
Jón Geir Ólafsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Halldór Sigurkarlsson
Jón Axel Jónsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Davíð Þór Kristjánsson
Kristjón Magnússon
Aðalsteinn H. Hreinsson
Ásbjörn Pálsson
Valgeir Þór Magnússon
Gísli Þórðarson
Svanur Guðmundsson
Hilmar Sturluson