24.08.2012 23:22
Landsmót 2012
Nú eru allar línur að skýrast með landsmótið og námskeiðið.. (sjá auglýsingu neðar)
Námskeiðið hefst kl. 10 á fimmtudag í Mýrdal og ekki skilyrði að allir verði mættir svo snemma dags..
Þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með námskeiðinu án hunds er boðið að vera með á mun lægra gjaldi . ( Matur og kaffi + e.h. ótilgreint.)
Minnt er á að skrá þarf sig á námskeið eða í keppni í síðasta lagi sunnudaginn 26 ág.
Það liggur þó fyrir að þátttaka verður góð á hvorutveggja.
Hægt verður að kaupa mat í hádeginu um helgina á mjög sanngjörnu verði og síðan verður hefðbundin grillveisla á laugardagskvöldið sem allir eru velkomnir á. Að sjálfsögðu á mjög sanngjörnu verði líka.
Reiknað er með að keppni hefjist kl. 10 á laugardagsmorgun 1. sept.
Byrjað verður á unghundum , síðan B fl og endað á A flokknum.
Og koma svo.
Skrifað af svanur.
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 403326
Samtals gestir: 52712
Tölur uppfærðar: 5.9.2025 02:40:18