07.08.2012 20:14

LANDSKEPPNI 2012.


        Landskeppni og aðalfundur Smalahundafélags Íslands.

Landskeppni smalahunda verður haldin að Kaldármelum
helgina fyrsta og annan sept. n.k. 

 Aðalfundur félagsins verður haldinn að Snorrastöðum föstudagskvöldið 31 ágúst.

 

Keppt verður í eftirtöldum greinum.

 

A fl. Opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B fl.

 

B fl. Fyrir óreynda hunda eða sem ekki hafa náð 50 stigum í b fl.

 

Unghundaflokkur. Hundar yngri en 3 ára.

 

Dómari verður James MacKee heimsmeistari.

 

30 og 31 ágúst mun hann kenna á námskeiði að Mýrdal Kolbeinstaðarhreppi.

 

Forgang að námskeiðinu hafa skráðir keppendur á Landsmóti.

 

Það er smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem heldur keppnina að þessu sinni.

 

Þáttöku í keppni og námskeiði þarf að skrá hjá Gísla Þórðarsyni í Mýrdal fyrir 26 ágúst.

 

S. 8474083.  Netfang myrdaluratmmedia.is

   Hjá ferðaþjónustunni á Snorrastöðum  s.8636658  snorrastaðir@simnet.is stendur til boða gisting og tjaldstæði meðan sumarbústaðir endast og þar verður sameiginleg aðstaða til fundahalda og skemmtunar.

 Hundaeigendur og áhugamenn hvattir til að slútta sumrinu með fróðleik og skemmtun á landsmóti.

 

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47