26.02.2012 11:13
Tamning eða þjálfun????
Ágætu félagar.
Í verkefni sem ég hef verið að vinna síðustu dagana hafa komið upp skiptar skoðanir á hvort nota eigi orðið " tamning " eða " þjálfun " yfir hugtakið að temja/ þjálfa hundinn.
Ég hef notað tamning án þess að velta þessu nokkuð fyrir mér, nánast alveg eins og í hestamennskunni. Tem hundinn en þjálfa hann t.d. fyrir keppni eða tek taminn hund í þjálfun fyrir einhvern þegar fer að líða að göngum.
Það er komið á daginn að gæludýraeigendur og menntaðir hundafræðingar þéttbýlisins virðast nota orðið " þjálfun " þegar " tamning " virðist algengari í sveitinni.
Nú bið ég ykkur að láta í ljós álit á því hvað ykkur er tamast og jafnvel hvaða skoðun þið hafið á málinu.
Kveðja.
Svanur.
Í verkefni sem ég hef verið að vinna síðustu dagana hafa komið upp skiptar skoðanir á hvort nota eigi orðið " tamning " eða " þjálfun " yfir hugtakið að temja/ þjálfa hundinn.
Ég hef notað tamning án þess að velta þessu nokkuð fyrir mér, nánast alveg eins og í hestamennskunni. Tem hundinn en þjálfa hann t.d. fyrir keppni eða tek taminn hund í þjálfun fyrir einhvern þegar fer að líða að göngum.
Það er komið á daginn að gæludýraeigendur og menntaðir hundafræðingar þéttbýlisins virðast nota orðið " þjálfun " þegar " tamning " virðist algengari í sveitinni.
Nú bið ég ykkur að láta í ljós álit á því hvað ykkur er tamast og jafnvel hvaða skoðun þið hafið á málinu.
Kveðja.
Svanur.
Skrifað af svanur
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10