08.12.2011 08:45

Ný smalahundadeild

Ég renndi í Hörgárdalinn föstudaginn 2 desember og sat stofnfund nýrrar smalahundadeildar.

Fékk hún nafnið Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis.

Alls eru stofnfélagar 14 en aðeins sex af þeim sátu fundinn , var ég var við mikinn áhuga hjá þeim og víst að þeir verða góður biti í okkar flóru.

Stofnfundurinn var haldin í leikhúsinu á Möðruvöllum fræbæru gömlu húsi með góðum anda.

Stjórn félagsins skipast svo Aðalsteinn H. Hreinsson Auðnum 1 Formaður, Ásta J Aðalsteinsdóttir Myrkárbakka gjaldkeri og Davíð Jónsson Kjarna ritari.

Ég bið þá alla velkomna í hópinn og vænti góðs samstarfs í framtíðinni með þeim.



























     Frá stofnfundi.

























       Stjórn Smalahundafélag Hörgársveitar og nágrennis.



Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 460
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 461335
Samtals gestir: 54556
Tölur uppfærðar: 6.12.2025 07:31:55