02.12.2011 13:03

Umræður um námskeiðahald




Sæl veri þið

Vona að ég sendi þetta á rétta aðila, þ.e. stjórn Smalahundafélags Íslands - eins og fram kemur á heimasíðu félagsins.

Ég hef aðeins rætt það við Reyni og Sverri, fyrir all nokkru, hvort við getum mótað með okkur samstarf um námskeiðahald til einhverns tíma. Það er jú æskilegt fyrir hundaeigendur að geta séð námskeiðsáætlun til einhverns tíma - segjum 2-4 ár. Það sem þarf að athuga og þið hafið kannski gert að einhverju leiti er m.a. eftirfarandi séð frá minni hlið og reynslu:

·         Finna þarf markvissa leið til að vinna og bæta það námsefni sem er til í samstarfi eða með leyfi viðkomandi höfunda. Byggja á því sem til er og hugsanlega fá fleiri aðila inn til að bæta og þróa það áfram - fá myndir, teikningar eða annað. Í þetta væri hugsanlega hægt að sækja um styrki. Mjög sterkt er að fleiri en einn aðili standi að slíkri umsókn. Hugsanlega í tengslum við það safna upptökum sem geta nýst sem ítarefni.

·         Skipta landinu upp, finna góða kennslustaði og reynda kennara á hverju svæði fyrir sig . Staðirnir skipta máli hvað varðar góða aðstöðu til verklegrar kennslu, bóklegrar og gagnvart veitingaþjónustu. Ferðakostnaður er orðinn gífurlegur og því æskilegt að fá góða kennara sem búa nær svæðunum - þó af og til geti verið æskilegt að breyta til. Hugsanlega einhver munur á milli aðila hvað varðar grunn - og framhaldsnámskeið. Þannig væri æskilegt að félagið fengi til liðs við sig kennara sem væru tilbúnir að bóka sig svolítið fram í tímann.

·         Setja upp tímaplan til 2-4 ára þar sem tilgreind eru væntanleg námskeið í hverjum fjórðungi/landssvæði. Þannig að fólk geti gert ráðstafanir í tíma og gengið að námskeiðum nokkuð vísum - en auðvitað með fyrirvara alltaf um þátttöku. Hér erum við að tala um fjárhundanámskeið sem og hugsanlega önnur stök námskeið eða hugsanlega ráðstefnu/málþing um ýmsa þætti er varðar hundahald, þjálfun og kynbætur. - jafnvel mætti hugsa sér að fá að erlenda fræðimenn á þessu sviði - myndi þá falla inn í hugsanlega styrkumsókn fyrir heildarpakkann.

·         Öll námskeið væru kynnt sameiginlega af Endurmenntun LbhÍ og Smalahundafélagi Íslands sem samstarfsverkefni - kæmi fram í kynningum, á námsefni og á skjölum. Báðir aðilar myndu nota sínar leiðir til markaðssetningar og kynningar á námskeiðunum.

·         Hugsanlega er eitthvað fleira sem vert er að spá í og huga að en er ekki nefnt hér.

Mér þætti afar vænt um að fá að heyra viðbrögð frá ykkur í stjórninni við þessum punktum og hvort ykkur þykir þetta spennandi eða hvort þið hafið engann áhuga á samstarfi í þessum dúr.

Kveðja og góða helgi!

o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o

Ásdís Helga Bjarnadóttir

Verkefnisstjóri hjá Endurmenntun LbhÍ / Projectmanager of Continuing Education

Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland

tel: 433 5000 - e-mail: asdish@lbhi.is  

www.lbhi.is/namskeid

www.facebook.com/namskeid

Sæl Ásdís

Þau viðbrögð er ég hef fengið frá þeim er telja sig færa leiðbeinundur hafa ollið mér miklum vonbrigðum.

Það speglast kanski af því að smalahundafélagið er félagsskapur áhugafólks og allflestir meðlimir starfandi bændur eða þeim tengdir.Skipulagning langt fram í tíman er kannski óþægileg fyrir marga.

Allnokkur umræða fór um þetta á síðasta aðalfundi okkar í ágúst og kom ég inn á það að menn eru að halda víða námskeið eða leiðbeina án þess að formaður félagsins hafi hugmynd,sem er slæmt því margar fyrirspurnir koma til mín auk lbhi veit ég.

Það væri frábært ef hægt væri að halda því frábæra starfi áfram sem Gunnar á Daðastöðum var frumkvöðull aðí samstarf i við bændaskólann.Ég lýsi hér með eftir að menn skoði þetta betur og mun birta þetta á heimasíðunnu okkar í von um umræður um málið.

Minni svo á þau góðu orð sem Þorvarður okkar á Eyrarlandi hefur oft uppi " þegar menn eru í félagi verða menn að skoða hvað þeir geta gert fyrir félagið en ekki hvað félagið getur gert fyrir þá"

Fyrir félagið er til mikils að vinna að geta starfað náið með lbhí.

Bestu kveðjur með von um viðbrögð . 
Sverrir Möller

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47