24.10.2011 22:52

Fjárhundakeppni Snæfellinga.


Hin árlega keppni Smalahundadeildar Snæfellinga verður haldin að Kaldármelum sunnudaginn 30 okt nk.

Reiknað er með að keppni hefjist kl. 1 en verði góð þátttaka mun byrjað fyrr.

Keppt verður í þrem flokku.

Flokki unghunda, yngri en þriggja ára.

B flokki fyrir eldri hunda sem ekki hafa náð 50 stiga rennsli í B.fl.

A flokki. Opinn flokkur og fyrir þá sem hafa fengið yfir 50 stig í rennsli, í B fl.

 Skrá þarf hundana fyrir n.k. föstudag hjá Svan í s. 6948020 eða á netfangið
dalsmynn@ismennt.is

Reiknað er með sterku og skemmtilegu móti þar sem ekki einungis allir núverandi íslandsmeistarar  mæta til leiks, heldur muni mæta þarna til keppni hundar/tíkur sem hafa alla burði til að veita þeim harða keppni .
Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 308
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 484834
Samtals gestir: 55123
Tölur uppfærðar: 20.1.2026 17:03:52