11.08.2011 21:38

Varðandi Landskeppni

 Eins og allir vita er til mikils að vinna fyrir keppendur á landskeppni þvi auk hefðbundinna verðlaunapeninga er ávalt eitthvað glingur er fylgir fyrir hund eða mann, auk þess eru veittir hvorki meira né minna en fimm farandbikarar.
Skulu þeir taldir hér upp og handhafar þeirra vinsamlega sjá til þess að gleyma þeim ekki heima er þeir koma að verja titilinn og jú endilega að vera búin að láta grafa í þá ártal smala og hund.

1.Stigahæsta Tíkin veittur í A-flokki.
2.Fjárhundur ársins veittur stigahæsta hundi í A-flokki.
3.Tígulsbikarinn veittur stigahæsta hund eða tík í A-flokki
4.Stigahæsti unghundurinn veittur í unghundaflokki.(hundur eða tík)
5.Stigahæsti hundur í B-flokki veittur í B-flokki.(hundur eða tík)

Og endilega að vera búin að skrá fyrir miðvikudagskvöld fyrir keppni svo að hundarnir verði í mótskránni og mótshaldarar þurfi ekki að vera að vinna þetti í stressi.
Sjáumst svo kát.emoticon
Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 93
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 403237
Samtals gestir: 52709
Tölur uppfærðar: 5.9.2025 02:17:23