04.12.2010 16:33
Fleiri smalasögur
Við granni minn á Sauðanesi lögðum í vel heppnaða ferð austur yfir fjöllin á svæði er kallast Fagranes. Fórum við í birtingu á tvemur sexhjólum með þrjá hunda,fundum við fljótlega 13 kindur í svokölluðu Selfjalli sem er hátt í sjófram voru seppar fljótir að safna þeim saman enda lágu þær vel við í þetta sinnið. Gekk á ýmsu í rekstinum heim enda bæði bratt þungfært og langt heim fór svo að fimm voru sauðbundnar aftan á pallana en restin gekk.Var komið svartamyrkur á okkur á heimleið en við vorum komnir kl19 og týndum við engu reyndist hópurinn vera af sjö bæjum ,mikið helv reyndust þau vel sexhjólin við þessar aðstæður og komu spilin sér vel enda bratt heim. Þau rúma vel þrjár kindur á pallinum en erfitt á ég með að skilja hvernig hægt er að smala á þessu hundlaus Fórum við síðan næsta dag á útnesið í Kumlavík og Selvík og höfðum fjórar kindur og voru tvær spilaðar upp úr björgum við mikla kæti þær reyndust allar vera frá sauðanesi og fengu að sjálfsögðu far heim .Næsta verk verður að fara í Gunnólfsvíkurfjallið sjávarmegin og held ég bara að hundum mínum kvíði meir fyrir en mér þar eru að minnstakosti 11 kindur ef þær eru ekki þegar hrapaðar.
Skrifað af Sverrir
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47