20.11.2010 18:07
Eftirhreytur
Það er búið að vera svolítið um það að það sé að koma einn og einn lambhrútur að inní
Mjóafjarðarbotni, en svo fékk ég hálfgert áfall í gær þegar það sást einn stutt frá mínum kindum.
það var rokið af stað eftir smá tíma en þá var vinurinn horfin, og komið myrkur. Við rukum síðan af
stað í byrtingu og fundum kasanova. Þá var hann líka búin að finna eina kind frá mér sem féll fyrir honum svo að ég fæ lömb í apríl.Við reyndum strax að ná honum en hann rauk niðrí bakka og Spóla hafði ekkert í hann. Þetta endaði með sigbúnaði og Einar og Ingó komu lykkju um hálsinn á
honum og við drösluðum honum uppá bakka og inní kerru, svo að það verður ekkert meira húllum
hæ hjá djöfsa. Bæ Billa.

Skrifað af Billa
Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 128
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 433889
Samtals gestir: 53835
Tölur uppfærðar: 21.10.2025 04:56:19