21.10.2010 21:32

Keppni fyrir norð-austan

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands auglýsir.

Smalahundakeppni verður haldin á Ytra-Lóni Langanesi  6. nóvember

Keppni hefst e.h. kl  1 og keppt verður í þremur flokkum

Unghundum,  B-flokki  og A-flokki.

Flokkur unghunda er ætlaður hundum sem fæddir eru 2008 og síðar,

B-flokkur er ætlaður keppendum með enga eða mjög litla keppnisreynslu og 

A-flokkur er svo ætlaður þeim sem hafa tekið þátt í fjárhundakeppnikeppni áður. 

Keppnin er öllum opin og viljum við í Austurlandsdeildinni  hvetja alla til þess að mæta og eiga glaðan dag á Langanesi.  Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er keppni á Ytra-Lóni og því spennandi að sjá hvernig aðstæður þar reynast.  

Hægt er að fá gistingu á Ytra-Lóni.

Skráning hjá Sverrir í síma 8483010. Einnig hægt að skrá sig á staðnum.

f.h. deildarinnar

Þorvarður Ingimarsson

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10