17.06.2010 12:44
Samæfing árnesdeildar
Það eru komnar glænýjar myndir í myndaalbúmið af smalaæfingu 16. júní í Háholti.
Veðrið var frábært, rollurnar fínar (kannski fullrólegar fyrir lengri komna), og mannskapurinn samanstóð af einstökum prúðmennum og sómafólki
. Grindurnar sönnuðu gildi sitt er kom að óvanari hundum og þeir voru mjög fljótir að átta sig á tilgangnum með þessum hringhlaupum fram og til baka enda gekk þetta hratt fyrir sig þar sem rollurnar komast ekki í burtu. Svo þegar búið var að æfa nokkra hringi í grindunum þá var farið út á tún og æft þar sem gekk vonum framar.
Takk fyrir
Raggi Rollulausi.
Veðrið var frábært, rollurnar fínar (kannski fullrólegar fyrir lengri komna), og mannskapurinn samanstóð af einstökum prúðmennum og sómafólki


Takk fyrir
Raggi Rollulausi.
Skrifað af Raggi
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10