30.04.2010 12:44

Blogg

Frá Smalahundadeild Árnessýslu.
Dagskrá sumar og haust 2010.
Haldnar verða fjórar samæfingar með fjárhundana.Þ.e. 16. júní, 7. júlí, 21.júlí og 4.ágúst. Nauðsynlegt er að menn láti vita ef þeir ætla að mæta á æfingar.Síminn hjá Bjarna formanni er: 8624917 . Uppskeruhátíð verður haldin 14.ágúst. Þá verður sett upp létt æfingamót og haft gaman af.
6. nóvember verður haldið opið félagsmót.
Ekki er búið að ákveða staðsetningar fyrir þessa atburði, en það verður auglýst síðar.
Drífa Gestsdóttir hundaþjálfari verður með hlýðninámskeið í Oddgeirshólum eitt eða fleiri kvöld í sumar. Fer eftir áhuga manna hversu oft það verður. Nánar auglýst síðar.
Við hvetjum hundeigendur til að taka þátt í þessum atburðum. Kveikjum áhugann hjá fólki og fáum fleiri til að vera með. Kv. Stjórnin.
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10