29.01.2010 10:27

Ótitlað

 

Hvolpahittingur í Hestamiðstöðinni.


 
 Það er stefnt að hvolpahittingi í Hestamiðstöðinni laugardaginn 30 jan.

Þetta er ekki alvörunámskeið heldur á að reyna að ná saman B C hvolpum, ótömdum eða lítið tömdum 6 mán. eða eldri.
 Ekki verður um mikla kindavinnu að ræða en hvolparnir fá þó aðeins að sýna taktana ef áhuginn er kominn.



 Þarna verða vonandi einhverjir sérfræðingar á svæðinu og munu þeir ekki, ef að líkum lætur, liggja á skoðunum sínum um stöðu hvolpanna í námsferlinu og hvernig standa skuli að framhaldinu við tamninguna.



 Húsnæðiskostnaði verður skipt niður á gesti og gangandi og þeir sem luma á köku í búrinu eða í kistunni eru sérstaklega velkomnir, grípi þeir hana með.


Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.emoticon

Skyldumæting hjá félögum í Smalahundadeild Snæfellinga með eða án hvolps..emoticon

 Skráning í síma 6948020 eða dalsmynn@ismennt.is

Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304207
Samtals gestir: 42719
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:38:47