15.01.2010 22:17
Með góðum kv frá Eyrarlandi
sæll Hilmar, þú vildir fá mynd af húsinu.
En heil og sæl öll.
Ég hef ekkert gert í hundum síðasta árið, fyrst fór tíminn í að liggja í rúminu og þegar því lauk tók sauðburður við og því næst húsbygging. En við rifum gamla hlutann af íbúðarhúsinu sl. vor og byggðum annað lítið eitt stærra í staðinn. Við erum svo að segja búin með neðri hæðina og getum því farið að halda hundapartý á ný. Enn betri verða partýin þegar efri hæðin klárast, því þar verður koníaksstofan. En stefnan er tekin á hundakeppni í vetur, einhver timan á útmánuðum.
Þá gerum við okkur glaðan dag og að sjálfsögðu verða allir velkomnir og nóg er plássið.
Ég er búinn að setja út fjóra smáskussa sem eru í ullinni og ætla mér að temja ungu tíkurnar eitthvað, þær Flugu og Vöku.
Lýsa á von á sér um miðjan feb. undan Mac.
Tígull karlinn er nú genginn á vit feðra sinna og á vonandi náðuga daga þar. Hann var búinn að skila góðu dagsverki.
Fleira er nú ekki að frétta hjá mér í bili.
kv Varsi
Skrifað af Varsi
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10