27.03.2009 23:04
Hundalíf í Móskógum.
Það var tekið hús á formanninum í dag.
Tilgangurinn var sá að vita hvort hann væri ekki alveg búinn að rústa þessum dýrum sem hann er að temja.

Spaði var fyrstur í úttektinni. Hann er með mesta augað og hálffraus öðru hvoru. Hann var samt ekki að vinna vítt en trúlega breytist það áð'ur en líkur.

Bolla var næst . Hún er fallega loðin og það rifjaðist upp fyrir mér að Hilmar tímdi ekki að láta mig hafa hana, í fyrstu skoðun á ungviðinu. Ég á eftir að ná henni fyrir lítið seinna.
Hún var með minnsta áhugann enn en allt í lagi samt.

Hér er Gríma mætt til leiks. Mér leist best á hana (nema útlitslega). Hún vann þetta skemmtilegast og gæti orðið kjarkmest af þeim.
Þau voru hlýðin og komu umsvifalaust frá kindunum við innkallið.
Þetta eru efnileg dýr og fyrst kallinn er ekki að rústa þeim, verður hann allvel settur með fjárhunda áður en lýkur.

Fleiri myndir í albúmi.
Skrifað af svanur
Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 466
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 375505
Samtals gestir: 49907
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:10