Færslur: 2010 Október

30.10.2010 15:58

Fréttir frá stjórn

Nú eftir annir haustsins náði hin nýja stjórn loks að koma á símafundi . Eins og allflestir sjálfsagt vita gekk Hilmar Sturluson úr stjórn á síðasta aðalfundi eftir sex ára samfellda formannssetu og vil ég  þakka honum fyrir frábært starf fyrir hönd félagsins það hefur verið virkilega gaman að vinna með þér.
Ný stjórn skipti með sér verkum á þannig Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki ritari Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga gjaldkeri og Sverrir Möller Ytra Lóni formaður.
Þau verkefni sem við vinnum að í augnablikinu er að reyna að koma ættfræðiskránigunum í gang aftur með uppbyggingu á miðlægum gagnagrunni sem Bændasamtökin munu hýsa.Við fengum dágóða summu úr fagráði nú fyrir stuttu sem að getur sett verkefnið í gang og vonumst við til að grunnurinn verði tilbúinn á næsta ári hvenær, nákvæmlega veltur allt á tölvudeid BÍ.
Svo vil ég hvetja alla til að vera virkir á vefnum okkar og halda honum þannig lifandi, um að gera að skiptast á smalasögum og reynslusögum allskonar setja inn myndir segja frá fréttum innan deildanna skrifa greinar eða þýða segja frá námskeiðum tilvonandi og síðast en ekki síst að skammast í okkur í stjórn.
Kv Sverrir 

21.10.2010 21:32

Keppni fyrir norð-austan

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands auglýsir.

Smalahundakeppni verður haldin á Ytra-Lóni Langanesi  6. nóvember

Keppni hefst e.h. kl  1 og keppt verður í þremur flokkum

Unghundum,  B-flokki  og A-flokki.

Flokkur unghunda er ætlaður hundum sem fæddir eru 2008 og síðar,

B-flokkur er ætlaður keppendum með enga eða mjög litla keppnisreynslu og 

A-flokkur er svo ætlaður þeim sem hafa tekið þátt í fjárhundakeppnikeppni áður. 

Keppnin er öllum opin og viljum við í Austurlandsdeildinni  hvetja alla til þess að mæta og eiga glaðan dag á Langanesi.  Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er keppni á Ytra-Lóni og því spennandi að sjá hvernig aðstæður þar reynast.  

Hægt er að fá gistingu á Ytra-Lóni.

Skráning hjá Sverrir í síma 8483010. Einnig hægt að skrá sig á staðnum.

f.h. deildarinnar

Þorvarður Ingimarsson

12.10.2010 22:48

Ekkert að gerast!?

Jæja þá er nú langt um liðið frá landskeppnini og aðalfundi,og engar eru fréttir af aðalfundi og stjórnarkjöri né hvernig skipað var í stjórn!!?
Hvernig er? Er nokkuð búið að leggja niður félagið!?emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171996
Samtals gestir: 26829
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:45:48