Færslur: 2013 Febrúar

21.02.2013 22:22

Ættfræðigrunnurinn "SNATI"

Sæl öll,ég hef verið spurður út í ættfræðigrunn okkar smalahundaeigenda,þar sem fólki finnst hann ekki vera aðgengilegur þeim sem ekki eru í félaginu.Þá upplýsingar um þeirra eiginn hunda,því ekki eru allir sem eiga þar hunda félagar í SFÍ en langar til að geta skoðað þá hunda (ætt) sem standa að þeirra eiginn hundi.
Og svo var eitthvað um að fólk finndi ekki vefinn,þannig að ég gerðist svo djarfur að setja hann sem tengil hér neðar á síðuni ! emoticon
Vona að ég hafi ekki verið að gera neitt illt af mér með þessu !??emoticon

15.02.2013 14:00

Þörf umræða.

Það er nú það.

 

Ég hef  núna síðustu vikur verið að halda námskeið til að hjálpa fólki hér í Rangárvalla og Skaftafellssýslum til að hjálpa fólki við að komast af stað í þjálfun fjárhunda og ég hef skinjað mikinn áhuga fyrir þessari vinnu núna, það er vakning meðal fólks un nauðsin þess að hafa góðann hund við allt fjárrag. Á þessum námskeiðun hef ég meðal annars lagt mig fram við að kinna smalahundafélagið starfsemi þess og einnig hvatt fólk til að reyna að koma hundunum sínum inní skráningar kerfið okkar en þá kemur oft í ljós að ættirnar eru mögulega ekki rekjanlegar í skráða hunda og þar með er nálgunin ekki möguleg og um leið sér fólk ekki ástæðu til að ganga í smalahundafélagið.

 

 

Mig langar með þessum skrifum mínum að koma af stað umræðu og skoðanaskyptum um skráningarkerfið okkar "snati.bondi.is" en ég er ekki alveg sammála þeirri stefnu sem hefur verið tekin þar hvað varðar skráningu hunda inní kerfið.

En eins og flestir vita þá fær hundur sem ekki hefur skráða foreldra skráningu þar inn. Ég held að við verðum að endurskoða þetta skilyrði og ætla að færa hér rök fyrir því.

 

Mig langar að byrja á að taka dæmi máli mínu til stuðnings. Á eitt námskeiðið hjá mér kom tík sem hafði í raun allt það sem maður vill sjá í virkilega góðum hundi þeas mikinn áhuga virkilega gott vinnulag og  það er virkilega auðvelt að kenna henni, þessi tík er klárlega lang besta dýrið sem ég hef séð á þessum námskeiðum. Ég veit að það verður ræktað undan henni og eðlilega munu menn sækja í að fá hvolpa undan henni.

En þá komum við að hliðinu, þessi tík fæst trúlega ekki skráð vegna þess að einn leggur í ætt hennar er ekki rekjanlegur. Nú spyr ég finnst okkur betra að hafa þessa tík í einhverri hliðarræktun heldur en að leifa skráningu í kerfið, ég segi nei það á skilirðislaust að taka hana inní kerfið, það er betra að hafa hana skráða og eiðu í ættar skrá hennar og ná með því móti betur utanum  ræktunina. Það er ekkert mál fyrir þá sem ekki vilja fá þetta blóð í sína ræktun að sneiða hjá því til þess er jú kerfið er það ekki. Ég er hand viss um að frá þessari tík á eftir að koma mikill ættbogi og tel betra að hafa hana skráða inná "snati.bondi.is" heldur en eins og ég sagði áðan í einhverri hliðarræktun.

 

Það er alveg öruggt að það eru fleiri svona dæmi til og það er betra að taka þessi dýr inní skrána og láta vera eiðu í ættartöflu heldur en að hafa þau í hliðarræktun.

 

Og eitt enn það væri margfalt verra að hafa þessa hunda í skrá með rangar ættir en eiður, það er nefnilega opin hætta á að einhverjir freistist til að hagræða ættar upplýsingum til að skrá sín dýr, það er þekkt leið sem notuð hefur verið í annari ræktun.

 

Það er von mín að þessi lesning leiði til umræðu, skoðanaskipta og síðan niðurstöðu sem allir geta sæst á.

 

Að endingu vil ég senda öllum hunda köllum og kellingum bestu kveðjur með von um gott gengi í þjálfun.

 

Jón Geir Ólafsson Gröf.

  • 1
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 180
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 171954
Samtals gestir: 26815
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:34:55