Lög og reglur SFÍ

 

 
 

Lög Smalahundafélag Íslands

 

1.gr.

Félagið heitir Smalahundafélag Íslands. Skammstafað SFÍ. Heimili þess er heimili formanns hverju sinni.

 

2.gr.

Félagar geta orðið allir þeir sem eiga smalahunda svo og þeir sem sérstakan áhuga hafa á þeim. Félagssvæðið er allt landið.

 

3.gr.

Tilgangur félagsins er að stuðla að skráningu og ræktun smalahunda. Skal það beita sér fyrir sýningum, keppnum og efla samstöðu meðal ræktenda og eigenda. Félagið leiti samvinnu við Landbúnaðarháskólana og aðra þá aðila sem vilja efla fræðslu og kynningu á smalahundum.

 

4.gr.

Aðalfund skal halda árlega, eigi síðar en 15. nóvember. Boða skal til hans með minnst sjö daga fyrirvara. Þar gerir stjórin fyrir störfum félagsins á liðnu ári, leggur fram tillögur um verkefni næsta árs og leggur fram reikninga félagsins.

 

5.gr.

Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður, ritari og gjaldkeri. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn og skal kosið um einn stjórnarmann á ári. Stjórn skipti með sér verkum og skal vera formaður, gjaldkeri og ritari. Sá sem setið hefur í stjórn í sex ár, er ekki kjörgengur til endurkjörs næstu 3 árin. Þá skal einnig kjósa tvo varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga til tveggja ára í senn, þannig að annar gangi út eftir eitt ár með hlutkesti í fyrsta sinn og síðan sitt árið hvor.

 

6.gr.

Tekjuöflun til nauðsynlegra verkefna skal ákveðin á aðalfundi samkvæmt áætlun fyrir næsta ár. Félagsfjöld skulu ákveðin á aðalfundi.

 

7.gr.

Félagið skal stuðla að stofnun deilda innan félagsins. Starf þessara deilda skal vera það að auka samheldni félagsmanna í minni einingum, standa fyrir deildarkeppnum og þjálfunar námskeiðum og skiptast á að halda landskeppnir SFÍ.

 

8.gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi ? hluta greiddra atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar út með aðalfundarboði.

 

9.gr.

Verði starfsemi Smalahundafélags Íslands lögð niður og engin starfsemi fer fram í fimm ár, skulu eignir félagsins renna til Björgunarsveitar Íslands.



 

Lög SFÍ með ároðnum breytingum tekið saman þann 28.10.2014 af Sverri Möller.

 

 

 

Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 106
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 171804
Samtals gestir: 26766
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 18:29:51