30.10.2010 15:58

Fréttir frá stjórn

Nú eftir annir haustsins náði hin nýja stjórn loks að koma á símafundi . Eins og allflestir sjálfsagt vita gekk Hilmar Sturluson úr stjórn á síðasta aðalfundi eftir sex ára samfellda formannssetu og vil ég  þakka honum fyrir frábært starf fyrir hönd félagsins það hefur verið virkilega gaman að vinna með þér.
Ný stjórn skipti með sér verkum á þannig Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki ritari Marsibil Erlendsdóttir Dalatanga gjaldkeri og Sverrir Möller Ytra Lóni formaður.
Þau verkefni sem við vinnum að í augnablikinu er að reyna að koma ættfræðiskránigunum í gang aftur með uppbyggingu á miðlægum gagnagrunni sem Bændasamtökin munu hýsa.Við fengum dágóða summu úr fagráði nú fyrir stuttu sem að getur sett verkefnið í gang og vonumst við til að grunnurinn verði tilbúinn á næsta ári hvenær, nákvæmlega veltur allt á tölvudeid BÍ.
Svo vil ég hvetja alla til að vera virkir á vefnum okkar og halda honum þannig lifandi, um að gera að skiptast á smalasögum og reynslusögum allskonar setja inn myndir segja frá fréttum innan deildanna skrifa greinar eða þýða segja frá námskeiðum tilvonandi og síðast en ekki síst að skammast í okkur í stjórn.
Kv Sverrir 

Flettingar í dag: 906
Gestir í dag: 300
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 223
Samtals flettingar: 175895
Samtals gestir: 27687
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 13:04:17