14.07.2015 15:08

Landsmót 2015

Landskeppni SFÍ 2015

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2015 er í umsjá Austurlandsdeildar SFÍ  og verður, eins og áður hefur komið fram, haldin í Einholti á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu helgina 29. til 30. ágúst. Einholt er um 30 km vestan við Höfn í Hornafirði.

Keppt verður í eftirtöldum greinum:

  • A flokki, opinn flokkur

  • B flokki,  fyrir hunda sem hafa náð 3ja ára aldri en ekki náð 50 stigum á Landskeppni

  • Unghundaflokki, fyrir hunda yngri en 3 ára

Einungis er hægt að skrá sama hundinn í einn flokk.

Dómari verður Ross Gamesy frá Wales.

Keppnin hefst á keppni unghunda á laugardaginn kl. 10:00. Skráningar fara fram hjá Agnari Ólafssyni í s. 845 8199 eða Þorvarði í s. 862 1835, fyrir fimmtudaginn 27. ágúst til að komast í mótsskrá.

Á laugardagskvöldið verður sameiginlegur kvöldverður í Félagsheimilinu Holti.

Hægt verður að tjalda við Félagsheimilið sem er um 5 km frá mótsstað. Einnig er tjalsdsvæði  í Haukadal (10 km).  Fjöldi annarra gistimöguleika er á svæðinu.

Set þetta hér ef það gæti mögulega gagnast einhverjum - síður þar sem hægt er að skoða gistingu:
http://accommodation.is/gisting-a-islandi-kort/
http://www.sveit.is/kort-gisting-um-allt-land
http://www.hostel.is/
Síðan kemur hellingur upp ef maður skráir "gisti* 781" eða "gisti* 780" inni á ja.is

 

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands verður haldinn í Félagsheimilinu Holti föstudagskvöldið 28. ágúst kl. 20:00.

Flettingar í dag: 805
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187471
Samtals gestir: 28399
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:45:35