04.03.2015 23:27

ISDS og facebook

 

Það er gaman að segja frá því að við fengum staðfestingu á því í dag að Smalahundafélag Íslands hefur verið samþykkt sem aðildarfélag að ISDS. Við stjórnin munum á næstu dögum setja okkur í samband við formenn deildanna og ákveða næstu skref í samráði við tengiliðinn okkar úti. Meira um það fljótlega.

Smalahundafélag Íslands hefur stofnað lokaðan hóp á facebook fyrir félagsmenn til að miðla upplýsingum og ræða málefni félagsins. Félagar eru hvattir til að skrá sig í hópinn sem heitir einfaldlega "Smalahundafélag Íslands". Við höfum dregið lappirnar að opna svona síðu því við vildum ekki dreifa umferð smalahundaunnenda á of marga staði, en eftir nokkra umhugsun er þetta niðurstaðan. Við viljum endilega að sem flestir skrái sig þannig hópurinn endurspegli samfélagið okkar hjá SFÍ sem best.

Flettingar í dag: 910
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187576
Samtals gestir: 28408
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 18:12:32