04.08.2013 20:13

Landskeppni 2013

 

Landskeppni smalahundafélags Íslands verður haldin að Fjalli á Skeiðum helgina 24 - 25 ágúst.

Keppt verður í eftirtöldum greinum:

  • v A flokki, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokki.
  • v B flokkur,  fyrir hunda sem ekki hafa náð 50 stigum.
  • v Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.

Dómarar verða Kristján Ingi Jónsson, Daðastöðum og Eggert Kjartansson, Hofsstöðum.

Keppnin hefst á unghundum laugardaginn kl. 10:00. Skráningar fara fram hjá Aðalsteini í síma: 868 6576 fyrir miðvikudaginn 21. Ágúst.

Mótsgestum er bent á:

  • v  Tjaldsvæðið í Brautarholti, s: 486 5518
  • v  Gistingu á Hestakránni Húsatóftum, s: 895 0066 og 486 5616

Hádegismatur verður í boði fyrir þá sem vilja og sameiginlegur kvöldverður á laugardagskvöldið.

 

Aðalfundur 2013

Aðalfundur smalahundafélags Íslands verður haldin á Hestakránni Húsatóftum föstudagskvöldið 23.ágúst kl. 21:00

Flettingar í dag: 805
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187471
Samtals gestir: 28399
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:45:35