10.08.2012 08:27

Snati

"Snati" http://snati.bondi.is

Nýr ættbókargrunnur fyrir Border collie hunda hefur litið dagsins ljós.

Eins og flestum er kunnugt hefur staðið yfir vinna hjá Bændasamtökum Íslands við að hanna nýjan ættbókargrunn fyrir Smalahundafélag Íslands undanfarin næstum tvö ár. Vinnan hefur tekið mun lengri tíma heldur en vonir stóðu til en við fengum bara mun betri og vandaðra forrit fyrir vikið.

Ekki er þó allt fullkomið ennþá, enn eru ýmsar prófunarvillur inni sem eftir er að fjarlægja og sitthvað sem má fínisera. Töldum við að ekki væri ástæða til annars en að opna fyrir aðgang þó að enn sé unnið að lagfæringum.

Allir félagsmenn fá frían aðgang í gegnum félagsgjöldin þannig að það er eins gott að standa í skilum með þau.

Til upplýsingar:

  • Félagsmaður sem er með aðgang td. Að www.huppa.is www.· fjarvis.is eða www.jord.is fær sjalfkrafa almennan aðgang að Snata án þess að þurfa nokkuð að gera.
  • Félagsmaður sem hinsvegar hefur ekki aðgang / ekki með aðgangsorð þarf að fara í gegnum Bændatorgsferlið til að sækja um aðgangsorð en til þess þarf sá/sú að notast við RSK veflykilinn sinn.
  • Nýr félagsmaður sækir um aðgang að kerfinu á vefsíðu Snata en þarf jafnframt að fara í gegnum Bændatorgsferlið til að útbúa aðgangsorð ef slík aðgangsorð eru ekki til.

Umsjónarmenn verða tveir til að byrja með og aðstoða þeir við það sem þörf er á og taka við fyrirspurnum. Þeir eru:

Hilmar Sturluson hilmarst@simnet.is  og Sverrir Möller ytralon@simnet.is

Gangi ykkur vel

 Sverrir og Hilmar.

Flettingar í dag: 910
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187576
Samtals gestir: 28408
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 18:12:32