05.09.2011 22:26

Fundargerð Aðalfundar 2011

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands

haldinn að Eyrarlandi í Fljótsdal þann 26. Ágúst 2011

Sverrir Möller setti fundinn og kom með tillögu um að Lárus Sigurðsson yrði fundarstjóri og Unnur Ólafsdóttir fundarritari það var samþykkt.

Sverrir Möller flutti skýrslu stjórnar hann sagði frá ættbókarforritinu og styrk sem fékkst, einnig ræddi hann um skort á námskeiðshaldi. Þorvarður Ingimarsson sagði frá starfi Austurlandsdeildar.  Ásta Einarsdóttir sagði frá starfi Skagafjarðardeildar.  Bjarki Benediktsson sagði frá starfi Húnvetninga.  Gunnar Guðmundsson sagði frá starfi Snæfellsdeildarinnar. Borgarfjarðardeildin er í dvala

Aðalsteinn Aðalsteinsson sagði frá starfi Sunnlendinga.

Skýrsla formanns samþykkt.

Marsibil Erlendsdóttir skýrði reikninga félagsins og þeir samþykktir.

Inntaka nýrra félaga: Sigurfinnur Bjarkason Tóftum, Aðalsteinn J. Halldórsson, Jón Geir Ólafsson Gröf, Marinó Bjarnason Tálknafirði, Eggert Stefánsson Laxárdal, Edze Jan deHaan Hámundarstöðum, Sara Ósk Haraldsdóttir Reykjavík.

Nýjir félagar samþykktir inn í félagið með lófaklappi.

Kosningar: Sverrir Möller á að ganga úr stjórn eftir 3 ár.  Kosning fór þannig að hann fékk 13 atkvæði og Elísabet Gunnarsdóttir 1 atkv.  Ásta Einarsdóttir klöppuð inn sem varamaður í stjórn.

Önnur mál:

1.       Ættfræðiforritið - Hilmar Sturluson sagði frá þróunarferlinu og styrk frá Fagráði sauðfjárræktarinnar - umræður.

2.       Keppnisreglur - umræður og síðan lagði Sverrir Möller  fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga um að keppnisfyrirkomulag sé óbreytt frá fyrra ári.  Þ.a.sé landskeppni í tvo daga gildi samanlagður stigafjöldi til verðlauna.  Það gildi um alla flokka.

Hundur í B-flokk sem nær 50 stigum í rennsli á landskeppni keppir þar eftir í A-flokki.

Unghundaflokkur miðast við 3 ár miðað við fæðingardag.

A-flokkur er opinn flokkur og öllum heimilt að keppa í þeim flokki.

Tillagan samþykkt.

3.       Árgjald - Tillaga stjórnar er að hækka árgjald í 2.500 kr.  Tillagan samþykkt.

4.       Félagatal - Tillaga um að þeir sem ekki greiða árgjald í 2 ár verði sjálfkrafa strikaðir út úr félaginu.  Tillagan samþykkt.

5.       Logo - Stjórn félagsins falið að vinna að því.

6.       Tillaga um að verðlaun fyrir besta fjárhundinn og bestu tíkina verði eingöngu veitt hundum sem keppa í A-flokk.  Tillagan samþykkt.

Vegna myrkurs var samþykkt að lesa ekki upp fundargerðina í lok fundar.  Fundi slitið

Unnur Ólafsdóttir fundarritari

Flettingar í dag: 765
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187431
Samtals gestir: 28397
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:52:15