01.09.2011 17:05

Smalahundakeppnir

Þar sem ég hef setið heima undanfarna daga með veikt barn hef ég vafrað á netinu meira en vanalega og rakst ég á síðu Færeyskra smalahunda og viti menn þar er líf þeir eru búnir að halda nokkur námskeið og halda allavega þrjár keppnir á árinu, þetta finnst mér gaman að sjá og ég sá einnig að þeir taka þátt í hinni svo kölluðu Continental keppni þ.e. þar taka þátt þó nokkur Evrópu lönd og Skandinavíu löndin öll nema við, mikið væri nú gott ef Ísland væri með svona Pet Passport eins og Færeyjar, en allavega finnst mér góð framför hjá okkur en betur má ef duga skal og gaman væri ef við gætum hjálpast að við að finna kostunar aðila að námskeiðum og dómstörfum því með því fáum við alltaf spark í rassin til að halda áfram og bæta okkur og hundana okkar í von um að í framtíðinni verði hérna sterkir fjárhundar sem hægt sé að nota með sóma í keppni, Umhirða hunda hér á landi er til sóma ef marka má orð Calvins Jomes um síðustu helgi hann sagðist aldrei hafa komið til neins lands þar sem allir hundarnir sem hann sá voru mjög vel fóðraðir og hirtir, þar sem góður hundamatur kostar c.a 7-15 þús 15 kg poki hér á landi en ekki nema 1000-1500 kr í Wales er ljóst að við metum hundana okkar mikils svo nú er bara að slá í og halda áfram að temja og vonandi getum við fundið sponsor (a) til að hjálpa okkur með eins og eitt til tvö námskeið á ári svo við höldum áfram að vera í góðum bata með hundana okkar.


 

Takk fyrir liðna helgi Varsi og Fjölskylda eiga heiður skilið fyrir frábært mót

Kv. Gunni


 

Flettingar í dag: 805
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187471
Samtals gestir: 28399
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:45:35