03.12.2010 23:07

hlýði Billu

Ja jú ég fór að smala í fyrradag.  Við Lýsa fórum í Kiðafellið að ná í eftirlegukindur sem voru fyrir innan svokallaða Ófæruá.  Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta ekkert sérstaklega skemmtilegt smalasvæði, bratt, klettótt og djöfullegt.  En við komum heim með 6 kindur, fundum eina til viðbótar sem var greinilega útigengin síðasta vetur.  Hún hafði lent í einhverju óhappi með framfót og steig ekki í hann, ég dró upp hnífinn og kvaddi hana þarna innfrá.  Það var ógjörningur fyrir mig að koma henni til byggða,  því þarna er ekki farið á neinu tæki og dagurinn er orðinn svo stuttur að það var enginn tími í tafir.

Lýsa er annars með gest þessa dagana, sko "næturgest" það er djásnið hann Dan frá Daðastöðum.  Mikið ofboð er þetta fallegur og blíður hundur, næstum eins og Tígull sé kominn aftur.  Ég vona að sjálfsögðu að ég fái það besta úr þeim báðum og ekki spillti það nú ef það kæmi einn eða svo sem líktist þeim gamla.

Mac er í skemmtiferð á suðvesturhorninu og sinnir þar tíkum, svo hann fær sárabætur fyrir að vera að heiman þegar hans ektakvinna er heit.

kv Varsi
Flettingar í dag: 431
Gestir í dag: 167
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 223
Samtals flettingar: 175420
Samtals gestir: 27554
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 01:32:17