22.08.2010 22:07

Landskeppni 2010

Fyrir þá sem ekki fengu fundarboð


Landsmót Smalahundafélags Íslands verður haldið á Vorboðavelli hjá Blönduósi dagana 28-29 ágúst næstkomandi. Keppnin hefst kl 10 á laugardeginum og mun verða byrjað á unghundum. Frí tjaldsvæði eru á staðnum sem og aðstaða fyrir húsbíla. Fólk getur mætt á föstudagskvöldið ef það vill. Sameiginlegur kvöldverður verður á laugardagskvöldið og verður hann með svipuðu sniði og í fyrra. Skráning fer fram í síma 8480038. Gott væri að skráningu væri lokið þriðjudagskvöldið 24 ágúst. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum eins og verið hefur.

 

Aðalfundur Smalahundafélags Íslands

Aðalfundur félagssins verður haldinn að lokinni keppni á laugardeginum 28. ágúst. Venjuleg aðalfundarstörf og kosningar. Fundarstaður verður á Vorboðavelli.

 

Stjórnin.

Flettingar í dag: 765
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 820
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 187431
Samtals gestir: 28397
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:52:15