13.06.2010 10:29

Girðingin prófuð.

Jæja nú fór ég á Hríshól í Reykhólasveit í gær til að prófa girðinguna. Það tók ekki nema 10 mín að setja hana upp og grindurnar eru tiltölulega léttar.
Þá var ekkert annað að gera enn að setja rollur, hund og smala í girðinguna og hefjast handa.
Hafa ber í huga að ég er óreyndur í þessu fagi og allar upplýsingar lýsa á engan hátt skoðunum og stefnu Smalahundafélags Íslandsemoticon .
Svo hófst fjörið. Kindurnar voru töluvert hændar að girðingunni enda völundarsmíð og það þurfti aðeins að hjálpa Perlu minni í fyrstu skiptin að koma þeim af girðingunni. Svo prófaði ég tíkina á bænum sem er Terrí frá Svani í Dalsmynni. Hún vildi bara halda kindunum upp að girðingu og tók það töluvert á að ná henni fyrir rollurnar en það hófst fyrir rest. Semsagt góð ferð í veðursældina fyrir vestan.
Kv.
Raggi rollulausi.emoticon
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 172284
Samtals gestir: 26907
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:10:31