04.02.2010 22:02

Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu




Aðalfundur Smalahundadeildar Árnessýslu haldinn á Hestakránni Húsatóftum 28. Janúar 2010.

Á fundinn mættu 18. Manns.

  1. Formaður félagsins Bjarni Másson setti fundinn. Stakk upp á Ingvari Hjálmarssyni fundarstjóra og Þuríði Einarsdóttir fundarritara og var það samþykkt.

  2. Drífa Gestsdóttir hundaþjálfari kynnti starf sitt, námskeið og kennsluaðferðir og svaraði spurningum.

  3. Kaffihlé.

  4. Þuríður las fundargerð Stofnfundar og var hún samþykkt.

  5. Bjarni las skýrslu formanns og var hún samþykkt.

  6. Reynir las upp og útskýrði reikninga félagsins og voru þeir samþ.samhljóða.

  7. Inntaka nýrra félaga.

Í félagið gengu fjórir menn:

Þorgeir Pálsson

Guðjón B. Þórisson

Þorsteinn Logi Einarsson

Hallgrímur Birkisson

  1. Kosningar.

Þuríður Einarsdóttir ritari og Hilmar Sturluson varamaður í stjórn gáfu kost á sér áfram og voru endurkjörin með lófaklappi.

  1. Önnur mál.

Borin fram tillaga frá stjórn:

Við í stjórn Smalahundadeildar ætlum að bera upp þá tillögu að félagsgjaldið fyrir árið 2010 verði 4.000. kr.

2.000. kr. af því fara í Smalahundafélag Íslands.

Samþ. Samhljóða.

Reynir kynnti fyrir fundarmönnum möguleika á því að fá Þorvarð á Eyrarlandi til að halda námskeið f/ fjárhunda í febrúar. Var ákveðið að hann vinni áfram að því.


Guðrún á Bjarnastöðum lýsti ánægju sinni með samæfingarnar sem haldnar voru síðastliðið sumar. Voru fundarmenn sammála um að nauðsynlegt er að halda þeim áfram næsta sumar.


Bjarni sagði frá því að síðastliðið haust tók hópur manna að sér að smala Skógræktina í Þjórsárdal. Hann kastaði fram þeirri hugmynd að þetta gæti orðið fjáröflun fyrir félagið.

Fleira ekki gert og fundi slitið


Þuríður Einarsdóttir



Flettingar í dag: 207
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 186
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 173667
Samtals gestir: 27001
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 17:37:51