05.12.2024 13:25
Netfundur 27.11.24
27. nóvember 2024
Netfundur stjórnar Smalahundafélags Íslands
Fundur settur kl 21. Á fundinum eru Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Björn Viggó Björnsson og Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir.
Ingveldur er búin að vera í sambandi við erlenda þjálfara í haust og er verið að leggja lokahönd á að semja við einn þeirra um að koma til landsins og halda námskeið í lok febrúar. Námskeiðið verður haldið á Mið-Fossum í samstarfi við Lbhí með svipuðu sniði og undanfarin ár. Verður það kynnt betur fyrir félagsmönnum á allra næstu dögum.
Póstur hefur borist frá ISDS með upplýsingum um m.a. árgjald og verðskrá næsta árs. Ingveldur ætlar að koma því á framfæri.
Rætt var um stöðuna á kennaranáminu í Noregi. Það er í vinnslu en ekki komnar dagsetningar eða frekari uppýsingar frá Norðmönnum og því orðið ljóst að ekkert verður úr því á þessu ári.
Alltaf bætast við fleiri félagsmenn og hefur talsvert verið um skráningar á gotum í Snata.
Stjórnin vill hrósa Maríusi Halldórssyni og öðrum á norðausturhorninu sem standa að nýju keppnisfyrirkomulagi. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og verður vonandi til þess að deildirnar styrkist.
Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 22.