Blog records: 2015 N/A Blog|Month_2

10.02.2015 19:58

Bók um fjárhundatamningar

Árið 2012 setti Ásdís Helga Bjarnadóttir, þá starfsmaður Landbúnaðarháskóla Íslands, sig í samband við Smalahundafélag Íslands til að kanna áhuga á því að hefja samstarf um að útbúa íslenskt námsefni um þjálfun og uppeldi BC fjárhunda. Þessari hugmynd var að sjálfsögðu vel tekið og úr varð að Elísabet Gunnarsdóttir var fengin til að vinna verkið. Bókin hefur nú komið út í útgáfu Landbúnaðarháskólans, með stuðningi Smalahundafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Að auki þessara aðila hafa fjölmargir lagt verkefninu lið með einum eða öðrum hætti.

Bókin er til sölu hjá Þorvarði Ingimarssyni, varsi@emax.is og kostar 3500.

  • 1
Today's page views: 31
Today's unique visitors: 3
Yesterday's page views: 110
Yesterday's unique visitors: 5
Total page views: 409240
Total unique visitors: 52943
Updated numbers: 13.9.2025 03:45:44