Reglur um skráningu í ættbók SFÍ (Snata)

 

  1. Meginreglan er sú að aðeins Border Collie (BC) hvolpar sem hafa skráða foreldra hjá SFÍ og/eða ISDS (eða félögum sem ISDS samþykkir) geta fengið skráningu í ættbókargrunn SFÍ. 

    1. Eldri BC hundar geta fengið skráningu ef sýnt er fram á að þeir séu ræktaðir 100% frá skráðum hundum.

    2. BC Hundar frá öðrum hundaræktunarfélögum fá ekki skráningu hjá SFÍ nema á forsendum reglu nr. 3.

  2. Aðgangur að ættbókargrunni og meðferð skráninga:

    1. Aðeins meðlimir í SFÍ hafa aðgang að ættbókargrunninum.

    2. Eigandi skráðar tíkar getur sjálfur skráð got undan henni í grunninn, að því gefnu að eigandi ræktunarhundsins staðfesti pörunina.

    3. Ef eigandi skráðar tíkar er ekki félagi í SFÍ verður hann að hafa samband við umsjónarmann ættbókargrunns eða formann SFÍ til að fá got skráð.

    4. Eigandi skráðs hunds eða hvolps getur sjálfur skráð eigandaskipti í ættbókargrunn SFÍ.

    5. Ef eigandi hunds er ekki meðlimur í SFÍ en hefur eigendaskipti að hundi þarf hann að hafa samband við umsjónarmann ættbókargrunns eða formann SFÍ til að láta breyta skráningunni.

    6. Eigandi hunds getur prentað staðfesta ættbók úr ættbókargrunni SFÍ.

  3. Eigendur hunda sem geta rakið ættir sínar að 75% (í a.m.k. 5. ættlið) til skráðra hunda hjá SFI og/eða ISDS (eða félaga sem ISDS samþykkir) geta sótt um að fá skráningu í ættbók SFÍ á verðleikum hundsins.

    1. Nefnd þriggja dómara sem kosnir eru á aðalfundi 3ja hvert ár verður að meta hundinn eigi hann að fá skráningu. Sökum þess að langt getur verið á milli dómara er nóg að einn dómari meti hundinn augliti til auglitis á meðan hinir tveir fái senda óklippta upptöku af 10 mín æfingu frá upphafi til enda.

    2. Hundur sem hefur unnið til 75 stiga (í einu rennsli) eða meira í landskeppni SFÍ þarf ekki að fá sérstakt mat nefndarinnar heldur getur sótt beint um skráningu.

  4. Reglurnar eru opnar fyrir þeim breytingum sem þarf til að SFÍ geti sótt um að gerast aðildarfélagi ISDS. Þó aldrei öðruvísi en að vera samþykktar á aðalfundi.

  5. SFÍ skal innheimta skráningargjalds af aðilum sem ekki eru í félaginu. Gjaldskrá skal ákveðin af stjórn.

 

Reglurnar voru upphaflega saþykktar samhljóða á aðalfundi SFÍ 2013. Lið 5 var bætt við á aðalfundi SFÍ 2014. Á aðalfundi 2017 var lið 3b breytt þar sem nú stendur 75 stig stóð áður 65 stig. EG.

 

Flettingar í dag: 283
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 570
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 264392
Samtals gestir: 38211
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 21:30:44