Keppnisreglur SFÍ fyrir landskeppni

    Skrifaðu þinn texta

Keppnisreglur SFÍ fyrir landskeppnir (samþykktar á aðalfundi 2017)

 

  1. Á meðan fjöldi hunda leyfir er lagt upp með að landskeppni SFÍ séu tveir dagar og allir hundar fái tvö rennsli. Sé landskeppni SFÍ haldin í tvo daga þar sem allir hundar fá tvö rennsli gildir samanlagður fjöldi stiga til verðlauna.

  2. Falli annnar dagurinn niður sökum veðurs eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum gildir eitt rennsli til úrslita.

  3. Sé fjöldi hunda meiri en svo hægt sé að koma því við með góðu móti að allir hundar fái tvö rennsli skulu efstu hundarnir í hverjum flokki keppa til úrslita.

  4. Aðeins félagar í SFÍ geta keppt á landskeppni SFÍ. Hægt er að skrá sig í félagið samhliða skráningu hunds á mót að því gefnu að félagsgjalds sé greitt við sama tilefni.

  5. A-flokkur er aðeins fyrir hunda sem eru skráðir hjá SFÍ. Allir hundar með skráningu hjá SFÍ geta keppt í A-flokki óháð aldri. Þar er keppt að 110 stigum.

  6. Úthlaup 20 stig, setja af stað 10 stig, koma með 20 stig, rekstur 30 stig, skilja að 10 stig, rétt 10 stig, taka eina frá 10 stig.

  7. Unghundaflokkur er aðeins fyrir hunda sem eru skráðir hjá SFÍ. Þar keppa hundar yngri en 3ja ára miðað við fæðingardag. Í unghundaflokki er kepp að 100 stigum.

  8. Úthlaup 20 stig, setja af stað 10 stig, koma með 20 stig, rekstur 30 stig, halda kindum í aðskilnaðarhringnum 10 stig, rétt 10 stig.

  9. B-flokkur er opinn öllum þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vellinum og gildir þar einu hvort um er að ræða hund eða smala. Hundar sem hafa náð 60 stigum í einu rennsli geta ekki keppt aftur í B-flokki. Í B-flokki er keppt að 100 stigum.

  10. Úthlaup 20 stig, setja af stað 10 stig, koma með 20 stig, rekstur 30 stig, halda kindum í aðskilnaðarhringnum 10 stig, rétt 10 stig.

  11. Sami hundur getur einungis keppt í einum flokki á landskeppni hverju sinni.

  12. Dæmt skal eftir reglum ISDS (The International Sheepdag Society).

  13. Reglum þessum verður aðeins breytt með samþykki aðalfundar.

Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 304026
Samtals gestir: 42675
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 08:19:23