Keppnisreglur/Lýsing á braut
Frá Gunnari Einarssyni Daðastöðum
Þessar reglur eru grunnur sem flest ef ekki öll landssambönd byggja sínar reglur á.
Reglur The International Sheepdog Society
Lýsing á braut
Braut sem uppfyllir þau skilyrði er þarf til að stig sem vinnast í viðkomandi keppni séu tekin gild (til dæmis til að öðlast rétt til að taka þátt í landskeppni).
Að sækja hópinn
Það má senda hundinn fyrir hópinn hvort sem er hægra eða vinstra megin. Hundurinn á að koma með kindurnar 400m. beint til smalans mitt í gegnum hlið sem er 7m. breitt staðsett 150m frá smalanum. Ekki er heimilt að reyna aftur að koma kindunum í gegnum hlið ef það tekst ekki í fyrstu atrennu. Keppandinn verður að standa kyrr við staurinn eftir að hundurinn leggur af stað. Þegar hundurinn kemur með kindurnar eiga þær að fara aftur fyrir smalann í átt að fyrra hliðinu sem hann á að reka í átt að.
Að reka
Það má láta brautina sem rekið er eftir liggja hvort sem er til hægri eða vinstri. Smalinn stendur kyrr við staurinn og stjórnar hundinum meðan hann rekur kindurnar 400m eftir þríhyrningslaga braut í gegnum tvö hlið 7m breið. Það er ekki heimilt að reyna aftur að reka í gegnum hliðin ef það tekst ekki í fyrstu atrennu. Rekstrinum líkur þegar kindurnar eru komnar inn í aðskilnaðarhringinn. Þá má smalinn fyrst fara frá staurnum. Ef vegalengdin sem hundurin þurfti að sækja kindurnar er minni en 400m á að lengja reksturinn þannig að heildar lengd brautarinnar sé ca. 800m.
Að skilja kindurnar
Aðskilnaðarhringurinn á að vera 40m að þvermáli. Það á að taka tvær ómerktar kindur frá hinum og mega þær ekki fara út úr hringnum meðan það er gert. Hundurinn verður að hafa fulla stjórn á þessum tveim kindum (eftir að þeim hefur verið náð mega þær fara út fyrir hringinn). Eftir að búið er að skilja kindurnar að á að sameina hópinn aftur áður en haldið er í átt að réttinni.
Rekið í rétt
Réttin á að vera 2,50m x 2,80m. Hliðið 2,80 með 2m band bundið við það. Eftir að vera búinn að skilja kindurnar að heldur keppandinn í átt að réttinni og lætur hundinn koma með kindurnar að réttinni. Smalinn á ekki að aðstoða hundinn við að koma með kindurnar að réttinni. Smalinn verður að standa við hliðið og halda í spottann og má ekki sleppa því meðan hundurinn er að koma kindunum inn í réttina. Smalinn verður að loka hliðinu og eftir að hafa sleppt kindunum á hann að vefja bandinu um hliðstólpann.
Að taka eina kind frá
Smalinn fer næst aftur í aðskilnaðarhringinn og lætur hundinn koma með kindurnar frá réttinni og þangað. Innan hringsins á að taka eina af merktu kindunum frá og halda henni frá hóppnum (þarf ekki að vera innan hringsins) þangað til dómarinn er ánægður (gefur merki). Smalinn má aðeins hjálpa hundinum að ná kindinni frá en ekki í að halda henni frá eða reka frá hinum.
Hámarks tími 15mín
Hámarks punktar
Fara fyrir 20 stig |
Rekstur 30 stig |
Ein tekin frá 10 stig |
Koma af stað 10 stig |
Hópur klofinn 10 stig |
HEILDARSTIG |
Sækja 20 stig |
Kindur réttaðar 10 stig |
100 (110) |