06.02.2024 22:30

Fræðslufundur Austurlandsdeildar smalahundafélags Íslands

Þann 1.febrúar stóðu Rune Brumoen og Þorvarður Ingimarsson fyrir fræðslukvöldi á vegum Austurlandsdeildar smalahundafélags Íslands.

Aukinn áhugi fólks á að koma sér upp nothæfum fjárhundi hefur aukist mikið á austurlandi síðustu tvö ár og mættu alls 28 manns.

Rune fór yfir eðli border collie hunda og hvernig best væri að standa að byrjun þjálfunar og hvernig hægt væri að byggja ofan á það með tímanum. Einnig tók hann fram að þrjú meginatriði þyrfti til að byrja að þjálfa hund. Nauðsynlegt er að hafa nokkrar kindur, svæði til að þjálfa á og ekki síst að taka sér tíma til að þjálfa. Þorvarður fór síðan yfir félagskerfið og hlutverk þess þ.e. ISDS, SFÍ, Snata og deildir undir SFÍ. Á meðan á erindunum stóð gafst gestum kostur á að spyrja framsögumenn. Út frá því spunnust umræður sem voru ekki síður gagnlegar og skemmtilegar. Það er ánægjulegt að segja frá því að töluverð fjölgun varð í félaginu og Austurlandsdeild þetta kvöld.

Í framhaldi af þessum fræðslufundi verður boðið upp á verklega tíma fyrir áhugasama á svæðinu, nokkra laugardaga í vetur sem verður með svipuðu sniði og í fyrra.

 

02.10.2023 17:41

Námskeið á Blönduósi í Október 2023

Hér eru tenglar til að skrá sig á fjárhundanámskeið á Blönduósi með Paddy Fanning.

Fjárhundanámskeið með hundi lau 21.10 og sun 22.10 kl.9-17

https://umsokn.inna.is/#!/login/1189/651055

Fjárhundanámskeið með hundi mán. 23.10 og þri. 24.10 kl.9-17

https://umsokn.inna.is/#!/login/1189/651056

Fjárhundanámskeið án hunds lau. 21.10 og sun 22.10 kl.9-17

https://umsokn.inna.is/#!/login/1189/651058

Fjárhundanámskeið án hunds mán. 23.10 og þri 24.10 kl.9-17

https://umsokn.inna.is/#!/login/1189/651057

22.08.2023 14:29

Heimsmeistaramót 2023

Heimsmeistaramót 2023

Heimsmeistaramót International Sheep Dog Society verður að þessu sinni haldið á Norður-Írlandi dagana 13.-16. september. Á heimsmeistaramótinu taka þátt um 240 keppendur frá yfir 30 löndum en það hefur verið haldið þriðja hvert ár frá 2002, utan 2020 vegna Covid faraldurs.

Búist er við að allt að 50 þúsund manns muni mæta til að fylgjast með mótinu en auk þess verður sýnt beint frá keppninni fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.

Þeir sem skipa lið Smalahundafélags Íslands á þessu ári eru Maríus Snær Halldórsson með Rosa og Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley. Þetta er í annað sinn sem að Elísabet fara út fyrir Íslands hönd en síðast fór hún 2017 og var það í fyrsta sinn sem Ísland tók þátt á heimsmeistaramóti. Þau hafa því nokkra reynslu í farteskinu og vonum við að það skili þeim góðum árangri á erlendri grund.

Hvetjum við félagsmenn okkar til að fylgjast með og styðja okkar fólk, hvort sem er á Norður-Írlandi eða í gegnum beint streymi.

Streymið er á eftirfarandi link: https://page.inplayer.com/isdslive/item.html?id=3605345

 

Heimasíðan fyrir keppnina: https://www.worldsheepdogtrials.org/

 

 

18.08.2023 20:02

Landskeppnin 2023

Til upplýsinga þá hefst Landskeppnin 2023 í Mýrdal á morgun laugardaginn 19.8.2023 kl: 10:00.

16.08.2023 09:52

Landskeppni 2023

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2023

Landskeppni SFÍ verður haldin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahrepp helgina 19.-20. ágúst.
Keppt verður í flokki Unghunda, A-flokki og B-flokki.

Aðalfundur verður föstudagskvöldið 18. ágúst kl. 20 í Félagsheimilinu Lindartungu.

Skráning í keppni á tibra90@hotmail.com eða í síma 847-3831 Tíbrá

Nánari upplýsingar síðar.

16.08.2023 09:50

Landskeppni 2023 í Mýrdal

Landskeppni Sfí 2023

Fyrir þá sem vilja er hægt að nýta sér tjaldaðstöðu, svefnpokaaðstöðu og salerni í Félagsheimilinu Lindartungu þá daga sem Landskeppnin fer fram. Lindartunga er stutt frá Mýrdal þar sem keppnin er haldin (innan við 5 mínútur í akstri).

Stefnt er að sameiginlegum kvöldmat á laugardagskvöldinu - nánar auglýst síðar.

 

Landskeppni 2023

Boðið verður upp á sameiginlegan kvöldmat í Lindartungu á laugardagskvöldinu og biðjum við ykkur að senda mér skilaboð fyrir hádegi fimmtudags 17. ágúst til að melda ykkur í matinn.

Maturinn kostar 4.500 kr.

15.08.2023 08:14

Landskeppni 2023

Landskeppni Smalahundafélags Íslands 2023

Landskeppni SFÍ verður haldin í Mýrdal í Kolbeinsstaðahrepp helgina 19.-20. ágúst.
Keppt verður í flokki Unghunda, A-flokki og B-flokki.

Aðalfundur verður föstudagskvöldið 18. ágúst kl. 20 í Félagsheimilinu Lindartungu.

Skráning í keppni á tibra90@hotmail.com eða í síma 847-3831 Tíbrá

Nánari upplýsingar síðar.

17.11.2022 18:21

Snati.is

Gaman er að segja frá því að vefur Smalahundafélags Íslands, Snati, hefur verið uppfærður.

Breytingar eru þær helstar að verið var að leiðrétta villur sem voru til staðar og uppfæra þróunarumhverfi.

Þetta er gert til að tryggja notendaöryggi og nútímavæða upplifun notenda, til dæmis með því að gera vefinn aðgengilegan á snjalltækjum.

 

 

Fyrir hönd stjórnar vil ég sérstaklega þakka Elísabetu Gunnarsdóttir fyrir hennar framlag við undirbúning og prófanir á nýja vefnum.

 

Fyrir hönd stjórnar Smalahundafélags Íslands.

 

Jens Þór Sigurðason.

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 172
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 164590
Samtals gestir: 26059
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:45:11